Iceland

Global Compact Iceland

Samtök atvinnulífsins (SA) eru tengiliður á Íslandi við Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja. 

Fyrirtæki sem vilja kynna sér aðild að Global Compact eru hvött til að hafa samband við Hörð Vilberg á skrifstofu SA, í síma. 591-0005 eða senta fyrirspurn í tölvupósti á hordur@sa.is.
Ítarlegar upplýsingar um Global Compact má nálgast á vef verkefnisins: www.globalcompact.org.
Vefur Samtaka atvinnulífsins: www.sa.is

Viðmið Global Compact

Viðmið Global Compact eru eftirfarandi: 

MANNRÉTTINDI

Viðmið 1 
Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda.
Viðmið 2  
Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.

VINNUMARKAÐUR

Viðmið 3
Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.
Viðmið 4   
Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.
Viðmið 5   
Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
Viðmið 6     
Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

UMHVERFI

Viðmið 7 
Fyrirtæki sýni varúð í umhverfismálum.
Viðmið 8 
Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
Viðmið 9 
Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

GEGN SPILLINGU

Viðmið 10 
Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Hvað er Global Compact?

Með Global Compact vilja SÞ hvetja fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að tileinka sér tíu viðmið.

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu verkefninu af stokkunum í júlí árið 2000. Fyrirtæki sem taka þátt gangast undir viðmið Global Compact og skila inn skýrslu um hvernig tekst að upp uppfylla þau. Verkefnið er í senn alþjóðlegt og staðbundið og það hentar jafnt stórum og smáum fyrirtækjum.
Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu sýna með því ábyrgð og gera grein fyrir henni opinberlega. Þau geta jafnframt gert viðskiptavinum sínum grein fyrir þátttökunni, bæði birgjum og kaupendum, og staðfest með því að þau vilji sýna samfélagslega ábyrgð í verki.

Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að gerast aðilar að Global Compact verkefni SÞ en í því felst auk þess að tileinka sér viðmið verkefnisins að kynna verkefnið og aðstoða þau fyrirtæki sem vilja gerast aðilar ásamt því að vera tengiliður við alþjóðlegt og norrænt net þátttakenda.